Nú er ég að fara að búa til Kir Royal á morgun, föstudag, og er búinn að Googla uppskriftum. (Þetta er kampavíns kokteill)
Sumir segja 1/5 Creme de Casis á móti 4/5 kampavíni (ég mun reyndar nota freyðivín), aðrir 1/10 Creme de Casis og sumir nota hið alræmda “dash” af þessum líkjör.
Og þá spyr ég: hafið þið reynslu af þessum drykk og ef svo er, hvernig finnst ykkur hann bestur og hvers vegna?