Sætt, sætt, sætt! :)
Vinur minn gerði oft í den að drekka Southern Comfort í ginger ale. Passa bara að hafa ekki of mikið ginger alo og slatta af klaka.
Get samt ekki sagt að ég vildi drekka svona í dag þrátt fyrir að þetta hafi mann þótt það albesta þá.
Ég mæli eindregið með Miðnes. Það er í rauninni gin í tónik nema bara mjög lítið tónik. Ég mæli sterklega með Tanqueray, annars er mál að prufa Beefeater's eða kannski Bombay Saphire eða Gordon's.
Fyllið alvöru vískiglas af ísmolum (ekkert kurl, þetta eiga að vera alvöru klakahnullungar). Smellið einum lime báti út í (má notast við börk af sítrónusneið í staðinn), EKKI kreysta limeið. Setjið tvöfaldan gin í glasið (gott ef ginið er fryst), ef þið eigið ekki mæli er ágætt að miða við að ginið fari upp í svona 2/3 af glasinu. Toppið af með ísköldu tonic.
Þetta rífur aðeins í en er ákaflega ljúfur, hressandi og svalandi drykkur þegar maður er kominn á bragðið. Svo er hann líka ákaflega fallegur!