Ég geri oft ommelettu, en þá bara að fingrum fram…
svona 4-5 egg (þessi verður stór :)
rauðlauk, græna papríku og kannski sveppi
skinku og/eða beikon
pipar ef vill eða krydd sem þér dettur í hug
ekki samt sejson All :)
Smá ost
Mjög gott að hafa smá rjóma og dijon sinnep
Ef þú villt einhverja sósu með hef ég prufað að hræra slatta af dijon út í sýrðan rjóma.
Ég byrja alltaf á því að steikja beikonið sem ég sker í minni bita. Vill hafa það tiltölulega crispy. Bæti svo við skinku ef við á.
Bæti grænmetinu út á pönnuna.
Þegar þetta er aðeins farið að steikjast bæti ég eggjahrærunni jafnt útá. Best að hræra það saman (gott að nota gaffal og píska þokkalega)) meðan beikonið kraumar og bæta þá dijon sinnepinu hrært varlega í rjómann saman við eggin áður en klárað er að hræra þau.
Leyfa þessu aðeins að malla og setja svo rifinn ost eftir smekk yfir, ég nota bara lítið til að gefa bragð.
Vandamálið mitt er að svona ommeletta er oftast frekar þykk og mikil. Það er því gott þegar hún er búin að malla þokkalega á að bregða pönnunni inn í heitan bakara ofn í smá tíma. Bara ca. 200°c og kannski ca. 5 mínútur. Eins og ég segi þá er þetta bara gert að fingrum fram hjá mér.
Venjulega er það bara beikon/skinka á pönnu, laukur eða papríka ef til, helt hræru af svona 3 eggjum yfir, smá ostur og pipar og voila, morgunmatur! Alvöru kólesterolbomba! ;)
Seinna segi ég svo frá hvernig maður gerir ommelettupizzu fyrir þá ævintýragjarnari/klikkaðri.