Ég er semsagt að fara að elda lambalæri í fyrsta skipti á ævinni annaðkvöld og svona til þess að ég skemmi það ekki, brenni það eða e-ð álíka þá langar mig að spurja ykkur um ráð?
Hafiði einhverjar uppskriftir að góðu lambalæri og öllu sem tilheyrir því? S.s. sósu, hvernig krydd á að nota o.fl.?

Lærið er svona meðalstórt.. Það er ekki í neinni pakkningu þar sem það er nýslátrað þannig ég get ekki séð nákvæmlega hvað það er þungt :/
Ég tók það úr frystinum í morgun þannig það ætti að vera orðið alveg þiðið í kvöld….

Takk