Þar sem hér ekki einungis fjallað um matargerð heldur einnig drykki fannst mér tilvalið að láta uppskriftina að uppáhladsdrykknum mínum flakka.
Þessi uppskrift er ekkert mjög nákvæm en ég get lofað ykkur sem finnst tequila gott að þið fílið þenna.
Svo er þetta líka geðveikt flottur drykkur!

Fyllið long drinks glas (stórt mjótt glas) með ís og hellið glasið
um það bil hálft (má vera minna en ég vil finna tequila bragð!) Fyllið svo glasið með appelsínusafa og hrærið vel. Best er ef bæði safinn og tequilað er vel kalt.
Hellið svo nokkrum dropum af grenadine út í
Það á ALLS EKKI að hræra.
Grenadinið á að sökkva til botns þannig að nest sé drykkurinn rauður en lýsist eftir því sem ofar dregur líkt og sólarlag.

Ég nota alltaf Sauza Gold Tequila því mér finnst það betra.
Það þarf ekki endilega að vera hreinn appelsínusafi í þessu má vera Trópi tríó eða svona blandaður safi frá Chiquita.
Talbína