Grófar bollur
Innihald
- 1 dl heitt vatn (ca. 37°)
- 1 dl mjólk
- 3 tsk þurrger
- 2 msk matarolía
- 1/4 tsk salt
- 1/2 tsk púðursykur
- 1/2 dl mulin hveitkorn (eða hveitihýði)
- 1 dl heilhveiti
- 3 dl hveiti
Aðferð
1.Blandaðu vatni og mjólk í skál. Stráðu gerinu yfir og láttu bíða í 5 mín.
2.Bættu matarolíu, púðursykri og salti saman við gerblönduna.
3.Blandaðu saman heilhveiti, muldum hveitikornum og helmingnum af sigtuðu hveitinu saman við og hrærðu vel.
4.Bættu því sem eftir er af hveitinu saman við ef með þarf og hnoðaðu deigið.
5.Mótaðu bollur úr deiginu og raðaðu þeim á plötu. Láttu þær lyfta sér við gufu eða á volgum stað í 15-20 mín.
6.Bakaðu bollurnar í miðjum ofni við 225° í 10-12 mín.
7.Kældu bollurnar á bökunargrind
Ef þú ert að leita að fínni bollum geturu til dæmis skipt púðursykrinum út fyrir hvítan sykur, sleppt heilhveiti og hveitikornum og sett hveiti í staðin…