Ég elska þær þótt þær séu geðveikt óhollar og það er ekkert betra en að fá með þeim ískalda mjólk..ég er með uppskrift sem mig langar til að deila með ykkur ef það er ekki í lægi;) ég læt alltaf bara ca eða það sem ég held að ég torgi.. en hérna eru tölur sem má nota
100 g súkkulaði
60 g smjörlíki
3-4 msk sýróp
100 g Rice Crispies
Súkkulaði og smjör brætt í potti (passa að brenna það ekki;) ) ,rice crispies látið útí og hrært saman svo læt ég allaf sýrópið seinast, ég er búin að komast að því að mér finnst það best :) Ég borða þennan óholla dýrindis rétt alltaf beint úr pottinum og læt eitthvað af því í lítil form og inní ískáp þar til næsta dags (en það er smekks atriði)
Vona að ykkur líki..