Góðar Muffinskökur
12-14 stk.

Efni:
50 g bráðið smjörlíki
1 dl sykur (85 g)
1 egg
3 dl hveiti eða hveiti og heilhveiti (um 175 g)
2 tsk lyftiduft
1 dl mjólk
1 tsk vanilludropar
____
12-14 pappírsmót eða önnur smáform

Aðferð:

Stilltu ofnin á 175°C

1. Bræddu smjörlíkið við lítinn hita.
Láttu smjörlíkið og sykurinn í skál og hrærðu það vel saman ásamt egginu.
Þegar smjörlíkshræran er ljós og létt skaltu bæta mjólkinni og vanilludropunum út í og sáldruðu hveitinu með lyftuduftinu. Blandaðu öllu vel saman.

2. Raðaðu pappírsmótunum á ofnplötu og settu deigið í þau með skeið, þau mega bara vera hálffull.

Bakaðu kökurnar neðarlega í ofninum í um 15 mín.

Tilbreytni:

Svo er hægt að blanda í deigið:
1/ dl af kakói eða
1 dl af rifnu súkkulaði eða
1/2 dl af söxuðum möndum eða rúsínum

*Fékk þessa uppskrift í skólanum fyrir mörgum árum