Annaðhvort ertu dauður eða kjötbollurnar löngu ofsoðnar, en hér er þó mín hugmynd:
Ekki sjóða kjötbollur! Kjötbollur á að steika á pönnu (meðalhár hiti) og myndi ég halda að þú ætti að sjá á þeim þegar þær eru til - smá brenndar hér og þar en brúnar allan hringinn.
Ég geri ráð fyrir að þú sért að tala um kjötbollur, ekki kjötfarsbollur. Ef þú ætlar að borða kjötfarsbollur má næstum segja að ekki sé svo vitlaust að deyja úr hungri, því enginn ætti að láta kjötfars inn fyrir sinn munn nema í algerri neyð. En ef þú bærð til góðar kjötbollur (fyrsta flokks hakk, brauðmylsna, laukur, krydd) ættu þær sennilega að vera svolítið minni hjá þér.