Bull og vitleysa er þetta!
Í sumar kom upp voða panik í Bretlandi þar sem matvælaeftirlitið varaði við Sudan-1 efninu, en það er að finna í ýmiskonar matvælum (pakkanúðlusúpum, worchestersósu osfrv osfrv). Þetta getur verið krabbameinsvaldandi og var víst langt fyrir ofan eðlileg mörk. Var það rakið til einhvers kryddframleiðenda á Indlandi. Um leið og þetta uppgvötaðist var öllum matvælum sem innihéldu Sudan-1 efnið kippt af markaði. Nýjar vörur komu fljótlega í staðinn, með engum skaðlegum efnum.
Síðar kom í ljós að þetta var bara stormur í vatnsglasi! Neytendur voru aldrei í neinni hættu, enda enginn að skófla eintómu Sudan-1 í sig í öll mál (efnið er í mjög litlu mæli í matvælum). Helst hallast Bretar nú að því að matvælaeftirlitið hafi verið að minna á sig; sýna fram á hversu öflugir þeir væru og að neytendur væru óhultir í skjóli hins öfluga eftirlits. Fjölmiðlar eru alltaf tilbúnir til að blása upp svolitla hræðslu i fólki, svo þetta varð að stórmáli (að ástæðulausu).
Í stuttu máli sagt: kaupið karrý eins og ykkur lystir, það eykur ekkert líkurnar á krabbameini.