1 poki (stór) Nóakropp
1/4 l vanilluís
1 marengsbotn (hvítur/púðursykurs)
3-4 kókosbollur
2 öskjur jarðaber
1 peli rjómi (1/4 líter)
Fyllið botninn á e-u íláti með nóakroppi og hyljið svo með linum rjómaís. Myljið marengsbotninn yfir og klessið svo kókosbollunum á, dreyfið úr þeim með gaffli. Jarðaberið brytjuð og sett ofan á þetta og svo þeyttur rjómi yfir allt saman. Til skrauts og betra bragðs er svo hægt að setja t.d. meira nóakropp, einhverskonar ber eða ávexti s.s. kiwi yfir…
Betra er að hafa þetta í frysti 12-24 klst áður en byrjað er að borða en 2-3 ættu að vera nóg.
Smakkast vel;)