Þetta er algjör snilld það sem þarf er:
1kg fiskflök
3 msk hveiti
2 tsk salt
1/4 tsk pipar
1 laukur
100 g smjörlíki
Fiskurinn er skorinn úr roðinu og síðan í stykki.Laukurinn flysjaður,skorinn í sneiðar og brúnaður ljósbrúnn í helminginn af smjörlíkinu. Settur á disk.Smjörlíki bætt á pönnuna.Hveiti,salti og pipar blandað saman. Fiskinum velt upp úr hveitiblöndunni,látinn á pönnuna jafnóðum,með roðhliðina upp, og steiktur alls í 5-10 mín. Raðað á fat,laukurinn hitaður með smjörinu á pönnuni,hellt yfir fiskinn og soðnum kartöflum raðað í kring.Grænt salat í olíulegi er gott með.
Verði ykkur að góðu :D