Þessi terta er frábær í saumaklúbbinn. Svakalega góð en mjög sæt.

2 stk eggjarauður
1 stk egg
2 dl sykur
150 gr smjör
200 gr hveiti
0.5 tsk lyftiduft
3 stk epli
4 tsk kanill

Marens:
2 stk eggjahvítur
1 dl sykur
hakkaðar möndlur til skrauts (má sleppa)

Marengs:
Stífþeytið eggjahvítur, þeytið sykur út í.
Kakan:
Þeytið eggjarauður og egg og sykur bætið bræddu smjöri (kældu) útí.
Bæta lyftiduftinu og hveitinu úti og setjið í 24 cm form (miðað við einfalda uppskrift).
Skerið eplin í þunna báta og raðið yfir. Stráið kanil yfir eplin.
Dreifið marengsnum jafnt yfir.
Bakist neðst í ofni við 160°C í 45-50 mín eða þar til marengsinn er bakaður í gegn.

Best er svo að bera þetta fram með ís eða rjóma.