40 ml vatn
20 ml pilsner
40 ml olía
15 g pressuger
salt
250 g hveiti plús durum hveiti, til að fletja út
Blandið vatni, pilsner og olíu saman í skál, hafið vökvann ylvolgan eða um 38°C heitan, setjið pressugerið út í og leysið það upp. Setjið hveiti út í og leysið það upp. Setjið hveitið út í vökvann, hnoðið deigið vel í skálinni og saltið. Hnoðið deigið áfram á borði, mótið í kúlu og látið hefast í um eina klukkustund. Fletjið deigið út og hafið mikið hveiti á borðinu svo að ekki festist við. Notið helst durum hveiti til að fletja pitsurnar út. Svo er bara að setja sósu, ost, álegg sem þið viljið og síðan ost aftur og setja inn í heitan ofn, bakist þangað til osturinn er bráðinn, og pitsan bökuð í gegn:) Það jafnast ekkert á við heimatilbúna pizzu:-)
Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu:o)
Plzzz