Kryddlögur fyrir grillkjöt

¼ dl. mapel síróp (eða bara e-ð síróp)
½ dl. bjór
6 rif hvítlaukur
½ bolli sojasósa
1 msk. ferskur engifer (rifinn)
½ tsk tabasco sósa
salt/pipar
1.tsk. sinneps duft (má sleppa)

Þessi kryddlögur er mjög góður á nautakjöt.

Blandið soja sósu, sírópi, söxuðum hvítlauk, engiferrót, sesamolíu og tabasco vel saman í skál og bætið svo bjórnum varlega út.

Hellið maríneringunni yfir kjötið og veltið því svolítið fram og til baka. Setjið filmu yfir og látið marinerast í ísskáp yfir nótt eða í einhverjar klst.

RemusLupin.