Brauð á grillið


Fyrir4-6 manns


5 dl volgt vatn
2 msk þurrger
1 msk hunang
4 msk olía
½ msk salt
1 kg hveiti

Aðferð:
Blandið saman í þessari röð, hnoðið vel, látið hefast í 60 mín. Hnoðið niður, mótið í ræmur og vefjið á stálpinna,trjágrein eða tréprjón, úðið með volgu vatni og bakið á grillinu fyrst á neðri grindinni síðan á efri grindinni í 13-20 mín.
Athugið að í deigið má hnoða t.d. gráðaosti, pestó, hvítlauksmauki, sólþurrkuðum tómötum o.s.frv. gott er að bera brauðið fram með olíu