Ég fann hérna á netinu uppskrift af subway kökum sem er svona líka ljómandi góð, endilega njótið.
Hráefni:
250gr púðursykur
250gr smjörlíki
1 egg
1 tsk natron
1 poki möndlur eða 1/2 plata dökkt súkkulaði, eða bara hvaða súkkulaði sem þig lystir til að hafa.
350-400gr hveiti
Aðferð:
Sett á bökunarpappír og stærðin ákveðin, best að hafa þær svolítið stórar því það er meira gaman af að borða þær þannig og svo kemst líka miklu meiri ís og rjómi á þær þannig.Þar að segja ef þið viljið hafa það með.
Bökunin er á 180-200° og stendur þar til manni sýnist að nóg sé komið.