Góð Burritos uppskrift Hér er buritos uppskrift fyrir 4-6, algjör snilld
Það sem þarf er:
1/2 kálhaus
2 rauðar paprikur
2 tómatar
1/2 agúrka
1-2 pakkar kjúklingabringur
2 bollar rifinn ostur
Buritos-kökur
lítil krukka taco-sósa
sýrður rjómi

Aðferð:
Skolið grænmetið og skerið niður í salat. Skerið bringurnar niður í litla teninga, steikið og kryddið með season all og bbq sósu (ekki of miklu samt, 4 msk. hámark)
Takið buritos köku, dreifið taco-sósunni jafnt yfir hana (1 msk per köku), setjið góða rönd af kjúklingnum á miðja kökuna. Setjið salatið í, vefjið kökunni upp, smyrjið sýrða rjómanum yfir og stráið osti yfir.
Leggið kökurnar í eldfastmót og bakið í öfni þar til að osturinn bráðnar..

Einfald og gott!