einn daginn hafði ég ekkert að gera og bjó þessvegna til drykk handa vinum mínum. Drykk sem ég kýs að kalla: “A new dimension of taste.” Bragðið af þessum drykk er einstakt, ég get ekki líkt því við neitt sem ég hef áður smakkað og þessvegna segist ég hafa fundið nýja vídd í bragði.
Innihald:
1/2 kaffisía instant kaffi (eins og maður tekur í útilegur)
1/2 tsk af Swiss miss kakói
lúka af hveiti
1/2 tsk salt
1 msk sykur
1 msk af haframjöli
2 dropar af sojasósu
sletta af sweet chili sósu
sletta af Heinz “relish” sósu, ekki mikið
vatn
Aðferð:
Settu öll hráefnin nema vatnið í kaffisíu og settu í kaffivél, settu svo vatnið í vatnshólfið á kaffivélinni og láttu renna í gegn líkt og um kaffi væri að ræða. ATH fylgist vel með að ekki flæði uppúr síunni (það gerist gjarnan með þessa uppskrift), þessvegna skaltu vera dugleg(ur) við að hræra í síunni á meðan ef hægt er
Drekkist með tvíbökum