Djöflaterta
80 g dökkt súkkulaði
225 g smjör, lint
350 g púðursykur
3 egg
325 g hveiti
2 tsk matarsódi
125 ml súrmjólk
250 ml sjóðandi vatn
2 tsk vanilluessens (eða dropar)
Ofninn hitaður í 375°C. Tvö meðalstór tertuform smurð og pappírsklædd. Súkkulaðið brætt í vatnsbaði eða örbylgjuofni og síðan látið kólna dálítið. Smjör og púðursykur hrært vel saman og síðan er eggjunum hrært saman við, einu í senn, og svo súkkulaðinu. Hveiti og matarsódi sigtað saman og síðan hrært saman við deigið, smátt og smátt, til skiptis við súrmjólkina. Að síðustu er sjóðheitu vatninu hrært rólega saman við ásamt vanillunni. Deiginu skipt á formin, þau sett í ofninn og botnarnir bakaðir í um hálftíma, eða þar til prjónn sem stungið er í miðjuna kemur hreinn út. Botnarnir látnir kólna í formunum í um 5 mínútur og síðan hvolft á grind. Þegar þeir eru alveg kaldir er hluta af kreminu smurt á annan, hinn settur ofan á og kakan þakin með afganginum af kreminu.
Sjö mínútna krem
(Seven minute icing)
2 eggjahvítur
300 g sykur
3 msk kornsíróp (Karo)
75 ml vatn
1 1/2 tsk vanilluessens
Eggjahvítur, sykur, kornsíróp og vatn sett í tvöfaldan pott eða skál sem sett er ofan á pott með vatni sem haldið er við suðu. Þeytt með rafmagnshandþeytara í 4-7 mínútur, eða þar til kremið myndar stífa toppa. Best er að byrja að þeyta á litlum hraða og auka hann smátt og smátt. Vanillunni bætt út í og þeytt ögn lengur.
og
Djöflaterta (fyrir 12)
Úr Dýrindis tertur og daglegt brauð (Osta og smjörsalan)
——————————————————————————–
2 1/4 bolli hveiti
1/2 bolli kakó
1 1/2 tsk matarsódi
1 tsk salt
100 g smjör
1 bolli sykur
1 tsk vanilludropar
3 eggjarauður
1 1/3 bolli kalt vatn
3 eggjahvítur
3/4 bolli sykur
Aðferð
Hitið ofninn í 175°C. Hrærið smjör og sykur þar til hræran verður létt og ljós. Bætið eggjarauðunum í einni í senn og hrærið vel á milli. Bætið dropunum í. Blandið saman hveiti, kakói, matarsóda og salti og bætið í smjörhræruna til skiptis við vatnið. Þeytið hvíturnar, bætið 3/4 bolla af sykri í og stífþeytið. Blandið varlega í hræruna með sleikju. Setjið í smurt og hveitistráð klemmuform, 24 cm í þvermál, og bakið í u.þ.b. 60 mín. Kælið. Takið úr forminu og kljúfið í tvennt. Kakan á að vera blaut. Setjið krem á milli og súkkulaðihjúp ofan á.
Krem
——————————————————————————–
100 g síríus suðusúkkulaði
125 g mjúkt smjör
2 eggjarauður
75 g flórsykur
Aðferð
Bræðið suðusúkkulaðið yfir vatnsbaði og kælið. Hærið smjörið þar til það verður létt og loftkennt (u.þ.b. 10 mín). Bætið eggjarauðunum í, einni í einu og hrærið vel í á milli. Bætið sykrinum út í. Hrærið í u.þ.b. 5 mín. Hærið súkkulaðið saman við smjörkremið. Ef súkkulaðið er of heitt bráðnar smjörið og kremið eyðileggst.
Súkkulaðihjúpur
——————————————————————————–
100-200 g síríus suðusúkkulaði
Aðferð
Bræðið suðusukkulaðið yfir vatnsbaði og kælið örlítið (samt ekki of mikið það verður að vera aðeins volgt). Súkkulaðið smurt ofan og utan á kökuna með sleikju.