Sniðugur réttur ef þið hafið smá tíma og nennið ekki að nota týpískt álegg.
Það sem þarf:
1 tómatur
1 brauðsneið
smá salt (ég nota alltaf grænmetissalt)
smá ítalskt pastakrydd
1 tsk ólífuolía
Ristið brauðið og skerið tómatinn í báta. Setjið hann í skál og hellið pastakryddinu, saltinu og olíunni yfir og hrærið smá í.
Setjið tómatana í örbylgju í eina mínútu eða svo. Hellið tómötunum á brauðið.
Njótið.