Er mikið mál að elda Purusteik og hverni eldar maður hana? Ég ætla að hafa svoleiðis í matinn hjá okkur um áramótinn og vantar smá aðstoð svo við förum ekki inn í nýja árið svöng. Með fyrirframm þökkum og jóla /áramóta kveðjum Spor.
Á erfiðleikaskalanum pulsur-kalkúnn, er purusteik meira kalkúns megin, en ætti þó ekki að þurfa (mörg) taugaáföll. Snýst þetta ekki í prinsippinu um að setja sykur/sýróp/kók á svín, skera í húðina og steikja í ofni? Hef nb ekki gert þetta en man eftir mjög girnilegri uppskrift í fyrstu Jamie Oliver bókinni. Hún leit út fyrir að vera auðveld og ég verð alltaf svangur við að horfa á þann þátt eða að skoða uppskriftina…
Gangi þér vel, vona að einvher komi með hjálplegri ráð en þetta…
Eina erfiða við purusteik er puran sjálf.. Og ef þú vilt hafa hana góða og svona “idiotproof” þá seturu kjötið í hálfan eldunartíman í ofnskúffu með 1cm af vatni í og ca 4 msk af salti(saltmagnið fer eftir hversu stórt kjöt þú ert með, því meira salt því stökkari pura). Svo snýrðu kjötinu við og svona í jólafílinginum er gott að setja negulnagla í skurðinn, gerir mjög gott bragð.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..