Kokkabækur eru, að ég held, til í þremur tegundum.
1. Plain uppskriftir og leiðbeiningar. Oft myndir af matnum á ýmsum stigum. Bækur eins og 1001 Vegetarian dishes og svoleiðis.
2. Matarklám. Stórkostlegir veitingahúsaréttir, með flottri framsetningu, löngum innihaldslistum og flókinni matreiðslu.
3. Röfl bækur. Eins og Nigella Lawson, Jamie Oliver og Nigel Slater. Matnum er lýst í löngu máli, lögð er áhersl á að uppskriftir séu ekki lokaorðið. Myndir oft úr fókus eða extrem close-up af sósu.
Hvað finnst ykkur um matreiðslubækur og hvaða bækur haldið þið mest upp á?
Mín uppáhaldsbók er Real Food eftir Nigel Slater, maðurinn getur skrifað endalaust um dásemdir góðra karftaflna! Frábærar uppskriftir, góðar hugmyndir og skemmtileg lesning (maður fær vatn í munninn og bragðið af matnum þó maður sé að skófla í sig vondum mat á meðan).