Ég var núna að lenda í flensunni sem er að ganga, og er bara heima uppí rúmi eitthvað að lesa og dunda mér, ég mætti nefnilega ekki í skólann í dag.
Svo kom pabbi til mín að heilsa upp á mig, hann hafði komið við í Europris í leiðinni og keypt tvær litlar fanta og svona rúsínur, í “ópal-pakkningu” s.s. í svipaðri stærð og svona ópal er oftast í.
Allt í fína með það, nema bara hvað að þegar ég hafði klárað einn rúsínupakka þá sá ég á botninum…SVARTAR PÖDDUR AÐ SKRÍÐA ÞAR UM!!!! Ég er ekki að djóka!! Ég hendi pakkanum frá mér og hljóp að ruslinu og skyrpti útúr mér því sem ég var með uppí mér, þetta er auðvitað alveg hrikalega ógeðslegt!! Mér þótti líka soldið skrítið bragð af rúsínunum (fannst þær vera harðari en venjulega, og ekki eins mikið fastar saman) en ég pældi ekkert í því.
Það gæti vel verið að ég hafi verið að borða fullt af pöddum og ógeði, pabbi ætlar að fara með þetta í Europris og kvarta, ég meina kannski eru þeir með fullt af skemmdum rúsínum þarna, núna er ég allavega búin að missa lystina á rúsínum í bili, en vitið þið eitthvað um þetta? Ég ráðlegg ykkur að versla ekki inn rúsínur í Europris í Höfða í bráðina!!