Það er nú ekkert mál að finna uppskriftir af jóla smákökum eða tertum en Pólskar uppskriftir eru kannski erfiðari þannig e´g get eitthvða hjálpað þar :
Gufusoðnar, hvítar bollur
Bollurnar eru bornar fram með volgar með steiktu kjötir (eða bara hvernig sem þú villt). Við baksturinn þarf maður að nota tvo þriggja lítra potta (skiptir ekki neinu ofboðslega miklu máli meiga bara ekki vera of littlir eða alltof stórir) stál skál virkar eins. Pottarnir eru notaðir sem lok á hvorn annan og lokið verður að vera hátt því bollurnar lyfta sér við suðuna.
ger - 50 g. ferskt eða 1 poki þurrger (11g.)
sykur - 1 tsk.
hveiti - um 7 dl
mjólk - 2 1/2 dl
salt - 1 tsk
Myljið gerið í skál. Hrærið sykrinum saman við. Ef þu´notar þurrger er best að kannski setja smá um 45°C vatn saman við sykurinn fyrst (ekki meira en kannski svona 2 matskeiðar því annars á gerið efíðara með lifna við og ekki hafa vatnið og heitt því þá drepuru gerið). Látið sykurinn gerjast burt það tekur nokkrar mínútur. Blandið síðan öllu saman við. Hrærið degið vel. Bætið mjöli(hveiti) út í þar til deigið hættir að loða við skálina. Mótið úr deginu 10-12 bollur. Þær þurfa ekki hefingu. Fyllið stóran pott að 1/3 með vatni. Leggið ofan á hann þurran bómullarklút (viskastykki eða eitthvað sem er 100% bómull) mér finnst gott að festa klútinn við haldföngin á pottinum. Setjið 3-4 bollur í klútinn og þegar vatnið byrjar að sjóða. Hvolfið lokinu yfir (pottur eða stálskál) og látið bollurnar gufusjóðast í 7 mín. Lyftið lokinu ekki meðan á suðunni stendur, því þá rýkur gufan burt. Þú færir pottana bara yfir á aðra hellu á meðan þú skiftir um bollur og ekki er gott að nota sama klút allan tíman því þá festast bollurnar við. Bollurnar eru mjög góðar nýbakaðar með smjöri (og líka ost).
Þú skuldar mér greiða fyrir að hafa komið með þessa uppskrift….neinei smá grín.