Ókei ég skrifa fullt af stafsetningavillum og málfræðivillum og afsakið þá. Það er svolítið siðan ég gerði þessa uppskrift síðast. Mér finnst hún meiriháttar!!
500 gr. heilhveiti
1 dl matarolía
250 gr púðursykur
3 egg
2 og 1/2 dl mjólk
100 gr rúsínur (má sleppa)
1 tsk. lyftiduft
1 tsk allrahanda
1/2 tsk negull
1 tsk. kanill
1 tsk. kardemommur
50 gr súkkat
Fyrst er smjörið linað en ekki alveg brætt og hrært svo við sykurinn og eggjarauðurnar sem eru hrærðar í, ein og ein í einu. Svo er heilhveitið ásamt kryddiog lyftidufti hrært í og sömuleiðis mjólkin og síðast blandað í deigið. Deigið er svo sett í vel smurt mót og bakað í 50 mín til eina klst á 180 °C.