Í áframhaldi af þessum gagnlegu umræðum um mat og egg þá finnst mér ég
knúinn til að koma á framfæri rétti sem hægt er að búa til þegar hreinsa þarf úr
ísskápnum, jaaa… eða bara gera góðan mat.
Þetta er semsagt lausleg uppskirft að eggjaköku eða ommelettu. Í hana fer
ýmislegt hráefni s.s. kjötálegg (skinka, beikon, pulsur), grænmeti (paprika,
blaðlaukur, laukur ofl. ) og t.d. kartöflur (vinsælt í spönskum útgáfum). Magn
hráefnis fer eftir fjölda munna og því læt ég ykkur eftir að finna út hæfilegt magn,
sem hentar hverjum og einum.
Brjóta skal um 5 egg í skál, bæta mjólk, vatni eða rjóma í og hræra lítillega
saman (ekki þeyta á fullu) pipra og salta sömuleiðis. Á meðan þetta er gert eiga
hráefnin að vera krauma á pönnunni á miðlungshita. Þeim er svo skellt ofaní
eggjahræruna og hellt og hitað á pönnunni.
Er í rauninni mjög einfalt og svo er hægt að prófa sig áfram með t.d. hvítlauk,
kryddi s.s. steinselju, basiliku ofl.
Verði ykkur að góðu
Jules