Hummus er mauk búið til m.a. úr kjúklingabaunum.
Hér kemur ein uppskrift að hummus en það eru að sjálfsögðu til margar mismunandi uppskriftir að því.
1 dós niðursoðnar kjúklingabaunir (eða u.þ.b. 400 g soðnar, eftir að hafa legið í bleyti yfir nótt)
1 dl tahini sesammauk (fæst m.a. í Heilsuhúsinu)
3 msk. sítrónusafi
3 msk jógúrt án bragðefna
1/2 tsk. cumin (ekki kúmen)
1 msk. saxaður graslaukur
2 hvítlauksrif, pressuð
1/4-1/2 tsk. salt
Setjið kjúklingabaunirnar í blandara ásamt sesammaukinu, sítrónusafanum og jógúrtinni og hrærið þar til allt hefur blandast vel. Bragðbætið með cumin, graslauk, hvítlauk og salti og hrærið. Geymið ídýfuna í 2-3 tíma eða yfir nótt í kæli fram að framreiðslu.
<br><br><font color=“purple”>Sá sem margt veit talar fátt</font
Sá sem margt veit talar fátt