Getið þið sagt mér hvar sé hægt að komast á matreiðslunámskeið ?
Mig langar mikið til að læra að elda hollan og góðan mat en ætla mér samt sem áður ekki að verða kokkur. Eru einhver kvöldnámskeið eða eitthvað þess háttar í boði einhvers staðar ?
Prufa sig áfram með uppskriftabók eða fjölskylduuppskriftir getur svínvirkað. Ég er a.m.k. farinn að geta eldað þokkalega og ekki langt síðan ég þurfti nánast að lifa á skyndibita!<br><br>- “vá þú ert einn einhverfasti gaur sem ég veeit um ertu með svona litið typpi eða eða ert bara svo ljotur vá finndu þér konu og nytt líf sver það…..”- GRAdURGAUR
Það er einhver tómstundaskóli sem sendir manni alltaf stærðar auglýsingu á haustinn, þar sá ég að það var hægt að fara á einhver matreiðslunámskeið og önnur tengd námskeið (s.s. vínsmökkun eða eitthvað þannig). Nú bara man ég því miður ekki hvað skólinn heitir, en nafnið Mímir kemur upp í hugann… en er það ekki bara málaskóli? Æi, sorry :)
Mímir var upphaflega bara málaskóli en er einmitt með allskyns námskeið í dag og þar á meðal matreiðslunámskeið. Þá hafa námsflokkarnir líka reglulega verið með matreiðslunámskeið og man ég eftir einstaklega spennandi námskeiði í mexíkóskum mat. Væri alveg til í að prófa það.
Námsflokkarnir hafa líka verið duglegir með árstíðabundin matreiðslunámskeið, til dæmis konfekt námskeið og einhvern tíma finnst mér eins og þeir hafi kennt sláturgerð.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..