Það hefur orðið samfara í gegnum söguna setningarnar tvær, “Bond, James Bond” og “Vodka Martini, shaken not stirred”
En hver er hinn sanni James Bond Martini? Margir halda því fram að það sé hinn venjulegi vodka martini en þar skjátlast fólki.
Hinn upprunanlegi Bondari er hinn svokallaði Vesper Martini.
Í fyrstu bók Ian Flemings um spæjarann drykkfellda hinni rómuðu Casino Royale útskýrir bond nákvæmlega fyrir barþjóninum hvernig skal blanda Bond Martini.

Leiðbeiningarnar eru:

3 partar Plymoth Gin
1 partur korn vodka
1/2 partur Extra dry vermouth

Vesper Martini skal ávallt vera hristur. Sumir halda því fram að það að hrista Martini “merji” ginið en það er einfaldlega vitlaust. Það sem þetta gerir að þetta kælir drykkinn betur og lætur loftbólur síast í drykkinn og gefur skýjað yfirbragð. Að lokum skal skella smá sítrónubörk ofan í glasið til að kóróna verkið.
————————-