Ég bakaði í dag. Í fyrsta skipti síðan að ég man eftir mér. Og vitið menn. Þetta er eitt það besta sem að ég og fjölskyldan mín höfum smakkað. Reyndar ögn flókið en ættu flestir að geta þetta.
Kakan er kölluð Súkkulaði- og Baileys Brownies. Það er smá vín í þessu en það er ekki mikið.
Þetta eru 6 skammtar. Og hafið þetta nk. Það getur skemmt ef að það eru 75 grömm af hveiti :)
70 gr hveiti
70 gr kakó
300 gr dökkt súkkulaði
4 egg
210 gr sykur
240 gr ósaltað smjör
6 msk. Baileys
Hitið ofninn í 180°C Eða þið sem að kunnið það :D Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Þeytið egg og sykur. Bætið bræddu smjöri í eggjahræruna. Bætið sigtuðu hveiti og kakói, ásamt helmingnum (3cl) af Baileys út í. Hrærið út í bræddu súkkulaði. Hellið blöndunni síðan í smurt ofnskúffuform og bakið í ca. 30 mín. Kælið og hellið restinni af Baileys yfir kökuna.
Gangi ykkur vel og verðið ykkur að góðu.