Ég fann þessa uppskrift á netinu fyrir löngu síðan en man samt ekki hvar. Hún er algjört æði og ég er alltaf beðin um uppskriftina af henni.


14 stykki haustkex
1/4 tsk kanill (blandaður sykri)
100 gr bræddur smjörvi
1/4 lítri rjómi
2 eggjahvítur
250 gr rjómaostur
1 dl sykur
2 eggjarauður
100 gr súkkulaði

1. Myljið kexið og setjið saman við brætt smjörið og kanilinn. Setjið svo í botninn á formi.
2. Rjóminn er þeyttur og eggjahvíturnar stífþeyttar.
3. Rjómaosturinn er hrærður með sykri og eggjarauðum. Súkkulaðið er brætt og sett saman við.
4. Síðast er rjómanum og hvítunum bætt í . Þetta er sett ofan á kexbotninn.
5. Skreytið með jarðaberjum.