4-5 epli
kanilsykur
súkkulaðirúsínur
salthnetur.

Deig: 125 g sykur, 125 g hveiti, 125 g smjörlíki.


Afhýðið og sneiðið eplin og leggið í eldfast mót. Stráið kanilsykri og súkkulaðirúsínum yfir.

Deig: Hnoðið öllu saman og myljið ofan á súkkulaðirúsínurnar, saxið salthnetur og stráið yfir. Bakið við 180°C í 30-40 mín. Berið fram með þeyttum rjóma eða Kjörís.

Þessi er rosalega góð og alveg afskaplega einföld.
Yfirleitt þegar ég geri hana á ég hvorki hnetur né súkkulaðirúsínur en hún er samt ljúffeng :)