Hérna fyrir neðan koma nokkrar uppskriftir úr Partýbók Evu og Adams

Hvítlauksdýfa

6 dl Súrmjólk
5 dl Rjómi
4 stór Avókadó
1 sítróna
1 tsk. Svartur Pipar
3 tsk. jurtasalt
2-4 hvílauksrif

Svona ferðu að :

1.Stappaðu Avókadó í skál
2. Kreistu safann úr sítrónunni yfir og hrærðu svo hinum hráefnunum útí
3.Skerðu hvítlaukinn í örsmáa bita eða pressaðu hann í hvítlaukspressu

P.s. Andfýlan verður frekar ógeðsleg eftir að hafa borðað Hvítlauksdýfuna



Fersk ávaxtabolla

3 l gosdrykkur eða ávaxtarsafi
1 l vatn - 3 dl vínberjarsafi
5 epli 5 afhýddar appelsínur
3 afhýddar appelsínur

1. Helltu drykkjunum í stóra skál
2.Skerðu ávextina í þunnar sneiðar og bættu útí
3.Taktu alla kjarna úr
4.Nokkrir ísmolar gera bolluna enn betri og ferskari


Karrípitsa

Þú býrð til botninn eins og er á öllum pizzum

u.þ.b. 200 g söxuð skinka
4 niðursneiddir bananar
2 dl jarðhnetur
1 tsk Karrí
ögn af svörtum pipar
ögn af óreganó
6 dl rifinn ostur


Takk fyrir mig og njótið matarins

Vinny