Eftirfarandi uppskrift er tekin úr “Nýjir Eftirlætis Réttir” en
aðeins betrumbætt af mér.

200gr. Sykur
2 tsk. Kanill
175gr. Hveiti
1tsk. Salt
3dl. Rice Krispies
120gr. Smjör
6-8 Epli


1. Blandið saman sykri, kanil, hveiti og salti. Blandið Rice
krispiesinu saman við.

2. Bræðið smjörið og hrærið það saman við rice krispies
blönduna.

3. Afhýðið eplin, hreinsið kjarna úr og skerið í báta. Setjið
eplabátana ásamt rice krispiesblöndunni í stórt smurt eldfast
mót.

4. Bakið í 200°C heitum ofnið í 30-40 mín.

Berið fram með vanilluís


Þetta er alveg ótrúlega einfaldur og góður réttur sem er
auðvelt að stækka eftir þörfum (ég geri sjálf yfirleitt 1 og hálfa
uppskrift). Slær alltaf í gegn.
Verði ykkur að góðu :)