Þú þarft að hafa :
50 gr bráðið smjörlíki
1 dl sykur
1 egg
3 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
1 dl mjólk
1 tsk vanilludropar
12 - 14 pappírsmót
Og svona ferðu að :
1. Stilltu ofninn á 175° C.
2. Bræddu smjörlíkið við lítinn hita.
3. Láttu smjörlíkið og sykurinn í skál og hrærðu það vel með sleif eða í hrærrivél.
4. Brjótið nú eggið og látið það útí og hrærið aftur vel.
5. Helltu mjólkinni með vanilludropunum út í og hrærðu aftur vel.
6. Raðaðu pappírsmótunum á ofnplötuna og látið deigið í þau með skeið. Þau meiga bara vera hálf full.
7. Látið plötuna neðarlega í ofninn og bakið í um það bil 15 mínútur.