Að steikja hamborgara er mikil list. Hann má ekki steikja of mikið og ekki of lítið. Því ætla ég að láta uppskrift að hamborgara í umræðuna:

1. Farðu í búð sem selur þykka 150g hamborgara og keyptu þá.
2. Til að hafa þá medium rer þá skaltu hella smá olíu á pönnu, þegar það fer að heyrast svona tsssssssss… í olíunni þá skaltu leggja hamborgarann á hana. Láttu hann liggja í svona 1-1½ min á hvorri hlið.
3. Taktu þá af með spaða og láttu kóla aðeins.
4. Hamborgarabrauðið skaltu steikja líka á pönnunni. Láttu það liggja í ½-1 min á hvorri hlið.
5. Nú er hann tilbúinn.

Meðlæti:
Settu tómatssósu, kokteilssósu, gúrkur súrar, jalapeno, beikon, kál, tómata, ost, rauðan lauk og BBQ-sósu á hann.

Þetta er hinn fullkomni 200g hamborgari (Ef ekki meira…)


Takk fyrir


© bgates