Þetta er rosalega góð súkkulaði-klessukaka sem kemur alla leið frá Svíþjóð og ég hef elskað síðan ég lærði uppskriftina fyrst. Hún er mjög einföld, og ég mæli mjög með henni.
150 g smjör
3 dl sykur
1 dl kakó
2 tsk vanilludropar
2 egg
2 dl hveiti
Aðferð:
Bræða smjörið í potti.
Láta kólna og bæta við sykri, kakói og vanilludropum. Hræra svo eggjunum við og svo síðast hveitinu.
Láta í smurt form með lausum botni og baka í 20 min á 180°C.
Kakan á að vera klesst, þannig að það virkar ekki að stinga prjóni oní til að gá hvort kakan sé tilbúin.
Gott er að borða kökuna með kiwi, rjóma og/eða jarðaberjum.
Takk fyrir. =D
