200 g sykur
150 g gæða suðusúkkulaði (70% hreint kakó)
140 g ósaltað smjör
8 msk kakóduft (sigtað)
3 msk síróp
3 msk sýrður rjómi, meðalkúfaðar
4 stk egg
1 stk forbökuð bökuskel, 25 sm (sjá uppskrift ,,Baka með sítrónu- og límónurjóma")
ögn af salti
Setjið smjörið, súkkulaðið, kakóduftið og saltið í skál sem situr ofan á potti með kraumandi vatni og leyfið þessu að bráðna við vægan hita. Hrærið öðru hverju til að hráefnin blandist vel saman. Þeytið eggin og sykurinn saman í annarri skál þar til þau eru létt og freyðandi og bætið síðan sírópinu og sýrða rjómanum saman við. Hrærið súkkulaðiblöndunni saman við eggjahræruna og skafið allt súkkulaðið úr skálinni með spaða. Þegar þetta er vel blandað saman er öllu hellt ofan í bökuskelina. Setjið formið í forhitaðan 150°C heitan ofn í um 40-45 mínútur. Undurfalleg skorpa myndast ofan á bökunni í ofninum.
Takið bökuna varlega út úr ofninum og leyfið henni að kólna á grind í að minnsta kosti 45 mínútur og á þeim tíma springur skorpan og fyllingin skreppur lítið eitt saman.