1 egg
1/2 dl púðursykur
1/2 dl sykur
1/4 tsk vanilludropar
1/2 dl brætt súkkulaði
2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1/4 dl saxaðar hnetur
1/4 dl saxað súkkulaði
Brjótið eggið í bolla, setjið í skál. Setjið púðursykur og sykur út í og hrærið vel saman. Bræðið smjörlíki, kælið örlítið, en setjið síðan út í ásamt vanilludropum.
Blandið saman hveiti og lyftidufti og setjið út í.
Saxið hnetur og súkkulaði og setjið saman við. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu, setjið deigið á með teskeið.
Hitið bakaraofn í 190°C, blástursofn í 180°C, setjið plötuna í miðjan ofninn og bakið í 10-12 mínútur.
Mjög gott!
—————-