Hornið er reyndar talið einn af fyrstu pizzastöðum landsins, ef ekki sá fyrsti.
En það er rétt það eru margir staðir sem eru að selja pizzur og eru ekki beint “pizzastaðir” í eiginlegri merkingu. Allir staðir með vott af ítölsku ívafi á matseðlinum eru að bjóða upp á pizzur líka.
En það er einn staður þarna sem er nú líka einn af þessum pízzastaða klassa (jafnvel ofar) sem að mínu mati er alveg skammlaust hægt að kalla einn þann besta á landinu, en það er Eldsmiðjan. Þar eru bakaðar pizzur sem eru allt annað við hlið “verksmiðju” bakaðra pizza sem hent er á færibands ofn og látnar rúlla þar í einhverjar X-mínútur
(sumir staðir eru varla að skila fullbökuðum pizzum .. get nefnt dæmi en sleppi því hérna)
Eldsmiðjan fær allavega mitt “vote” í þessari “könnun”
p.s.
Tékkið á sögu Eldsmiðjunnar hérna …
http://www.eldsmidjan.is/eldsmidjan/sagan/