ég var að elda rétt með systur minni…og ef það er ekki til fullkomnun þá get ég ekki lýst þessu með orðum hvað rétturinn var MERGJAÐUR!!!!!!! En við átum þetta á undan matargestunum. Það voru til örfá nanbrauð og við vorum svo gráðugar að við kláruðum nanbrauðið mjúka hehe, áður en gestirnir komu hehehe. En hér er uppskriftin:
Indverskur kjúklingaréttur:
kjúklingabringur vel kryddaðar með kjúklingakryddi og þá meina ég VEEEEL kryddaðar. Frekar hár hiti, og auðvitað matarolía undir. Snúið nokkrum sinnum þangað til húðin er stökk.
Tilda basmati sósa…svona rauð með mynd af konu í eldri kantinum, á krukkunni. Sósunni úr krukkunni er hellt yfir kjúllann og ef þið náið ekki afgangnum úr krukkunni hálffyllið hana af vatni með afgangsgumsinu og setjið lokið á og hristið. Setjið þetta yfir kjúllann. Svo er látið malla við lægri hita í klukkutíma
jógúrtsósan fræga: hálf agúrka skorin í litla kubba+ 2 tómatar skornir eins og hafið safann með;) svo hellið þið 2 dollum af hreinni jógúrt(eða jógúrt án ávaxta) ofan í og hrærið. Setjið kúmenkrydd og smá hunang til að sósan verði ekki alltof súr.
ferið hrísgrjón og svo er bara rétturinn tilbúinn…vonandi gleymduð þið ekki að setja nanbrauðið í ofninn;) NAAAMMMMM munið að jógúrtsósan á að vera köld;)