Ostskurður:
Þetta er mjög vanmetin listgrein, ostskurður er nákvæm listgrein sem krefst mikillar vandfærni og nákvæmni.
Þetta er ekki eitthvað sem maður gerir án hugsunar, heldur verður þetta að vera íhugað.
Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við ostskurð:
1. mælst er til að ostskerinn sé 6 cm. (+-, 1cm.) breiður
2. yfirborð ostsins á að vera frekar rakt og hreint
3. passa skal að osturinn sé, a: hvorki myglaður , b: né of þurr
4. ef osturinn er annaðhvort of þurr eða of kaldur gæti reynst erfitt að skera
5. passa skal að draga skerann alla leið svo ekki komi up endar öðru hvoru meginn
6. snúa skal ostinum reglulega við til frekari hindrunnar á “endauppkomu”
Nú skal skrifa hjá sér að ostskurður virkar ekki einn(auðvitað)
og skal ostur ekki borðaður í of miklu magni en þá getur hann kanski ollið magaverkjum(we´we all been there).
Gott er að borða ost með t.d. brauði eða öðrum mat en skiptir það miklu máli að osturinn sé vel skorinn og fallegur.
Ég vona að þetta kenni öllum eitthvað og að sumir taki þetta að sér og geri þetta að lífsmottói eins og ég.
enjoy
smans2