Það er náttúrlega til mikið af góðum skyndiréttum í pökkum sem hægt er að hita upp eða elda mjög fljótlega, t.d. pastapakkaréttir þar sem þú bætir bara út í vatni og sýður í 10-15 mínútur, núðlusúpur og aðrar pakkasúpur. Var líka til síðast þegar ég var á landinu Burritos sem eru seldir frosnir og síðan bara hægt að skella í örbylgjuna.
En ef þú vilt uppskriftir til að elda, þá er t.d. mjög einfalt að búa til litla ommelettu. Ef það er bara fyrir þig þá geturðu tekið 3 egg og hrært saman og kryddað að vild með salti og pipar (og einhverju öðru ef þér finnst það gott, ég set stundum smá chili). Sett síðan út í smá niðurskorið grænmeti, t.d. lauk og papriku. Sett á litla pönnu og steikt. Snúa við einu sinni þegar hún er orðin að einni köku til að steikja hliðina sem snýr upp líka.
Pasta er hægt að gera mjög einfalt með því að kaupa bara pastasósu í dós og skera út í grænmeti, t.d. lauk, papriku og dós af sveppum. Einnig er hægt að brúna smá nautahakk og setja út í með grænmetinu eða í staðinn fyrir grænmeti.
Verði þér að góðu!