misheppnað kvöld og leiðindi
Ég og kærastinn minn kunnum ekkert að elda…sérstaklega ekki kjöt!!! Við fórum eftir uppskrift af innalærissneiðum af lambi..svo var það ekki til þannig að við keyptum kindakjöt í staðinn. Hann sá um kjötið og ég sósuna. Ég sá að ýmislegt vantaði í sósuna og það sem var aðalatriðið var að það vantaði sósujafnara. Svokölluð sósa brann hjá mér og varð eins og brenndir hafrar og það var járn/blóðbragð af kjötinu sem hann eldaði. Við vorum miður okkar!!! Mér fannst hann kenna mér um sósuna og honum fannst ég kenna sér um kjötið þannig að þetta var fýlukvöld. Ég kann ekki á kjöt og treysti mér ekki í svoleiðis!!! Ég sagði við hann:“ég veit að ég er engin fyrirmyndarhúsmóðir eins og margir myndu vilja hafa mig”. En hann sagði:þetta er allt í lagi…við erum bara að þjálfa okkur, við biðjum pabba þinn um ráð næst. Daginn eftir vorum við sátt.