Hér er góður ís:
Snickersís
4 eggjarauður
3/4 dl. sykur
ca. 7-8 dl. rjómi
3-5 Snickers
Best er að byrja á því að brytja Snickersin niður í litla bita svo auðveldara sé að bræða þau. Snickersin eru brædd í vatnsbaði og smá rjómi (ca. 1-2 dl) settur út í. Svo er þetta látið kólna vel við stofuhita áður en þessu er bætt við í lokin. Eggjarauðurnar og sykurinn eru þeytt mjög vel saman. Rjóminn (6 dl.) er þeyttur og eggjarauðu-sykurblöndunni blandað varlega saman við. Loks er bráðnu Snickersinu blandað varlega við. Sett í form og fryst.
Sá sem margt veit talar fátt