125 gr hveiti
75 gr smjör (ósaltað)
1/2 tsk salt
hjartarsalt af hnífsoddi
1 dl rjómi
100 gr rifinn ostur + meira til að setja ofan á
Hveiti og smjör er hnoðað saman.
Hjartarsalti og salti er bætt við og vætt í með rjómanum.
Að lokum er osturinn settur út í og deigið hnoðað vel.
Flatt út með kökukefli og mótaðar stangir sem eru ca 7*2 cm. Gott að nota annað hvort kleinujárn eða pizzuhjól.
Bleytið yfirborðið með vatni og stráið rifnum osti yfir.
Bakið við 175° uns kökurnar verða ljósbrúnar að lit.