4 stórar sneiðar graslauksbrauð
2 stk. kjúklingabringur, beinlausar
2 msk. soja, sæt
1 msk. kjúklingachilisósa (Sweet Chili for Chicken)
4 msk. matarolía
1/2 haus kínakál
2-3 stk. gulrætur
1 bakki baunaspírur
8 stk. hvítlauksrif
salt og pipar úr kvörn
djúpsteikingarolía

SOJASÓSAN

1 dl sæt soya
1/2 dl matarolía
1 msk. kjúklingachilisósa (Sweet Chili for Chicken)
4 msk. kjúklingasoð (vatn og teningur)
1/2 dl hvítvínsedik
4 msk. korianderfræ, söxuð



Ristið brauðið á heitri pönnu eða stingið undir ofngrillið í 1-2 mínútur. Skerið kínakálið eftir endilöngu og leggið ræmurnar ofan á brauðið. Skerið gulræturnar í þunnar sneiðar eftir endilöngu. Steikið í olíunni. Kjúklingachilisósunni bætt saman við. Maukinu smurt ofan á brauðið. Penslið kjúklingabringurnar með olíu og pönnusteikið síðan í 8-10 mín. Penslið með sætri sojasósu rétt áður en steikingu lýkur. Skerið bringurnar í tvennt og leggið á brauðið. Djúpsteikið baunaspírurnar og hvítlaukinn (sneiddan) þar til fer að dökkna, leggið ofan á kjúklinginn og í kringum brauðsneiðina. Vætið með soja- og chilisósunni.


njótið vel