350 g sykur
2 tsk. edik
1 dl. kókósmjöl
4 eggjahvítur
Britjið eplin niður og setjið í pott ásamt vatni og 2 tsk af sykri. Sjóðið í 5-6 mín eða þangað til eplin verða mjúk (alls ekki í mauk) Raðið þeim í eldfast mót, Þeytið eggjahvíturnar og bætið svo helmingnum af sykrinum útí ásamt edikinu og þeytið áfram. Bætið restinni af sykrinum og kókósmjölinu útí og blandið varlega saman með sleif. Búið til toppa og setjið ofan á eplin, stráið því næst aðeins af kókós yfir marensinn. Bakið við 180°c í 15 mín. Gott er að bera þetta fram með þeyttum rjóma eða vanillu ís.
verði ykkur að góðu.
Kveðja Malin