Hafið þið smakkað Absolut Mandarin? Ég er ekkert sérlega hrifin af sterku víni en þetta hér er bara alveg ágætt. Ég keypti mér flösku af því þegar ég fann nokkrar uppskriftir af þessum drykk í blaði einu. Læt tvær þeirra flakka hér með.
ABSOLUT MANDGRAPE
3 cl Absolut Mandarin
Fanta lemon
mulinn ís
Blanda í kokteilglas eða longdrinkglas. Hægt að skreyta með sítrónu- eða appelsínusneiðum.
ABSOLUT MANDIFRESH
3 cl Absolut Mandarin
Sprite
mulinn ís
Blanda í kokteilglas eða longdrinkglas með fullt af muldum ís. Má skreyta með appelsínusneiðum.
Kveðja,
Tigerlily